Enski boltinn

Arsenal tregt til að sleppa Fabregas

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas í leik með Arsenal.
Cesc Fabregas í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið hafi það ekki í hyggju að selja fyrirliðann Cesc Fabregas nú í sumar.

Enskir og spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Fabregas hafi gengið á fund Arsene Wenger knattspyrnustjóra félagsins í gær og tilkynnt honum að hann vilji fara til Barcelona í sumar.

Fabregas fór frá Barcelona til Arsenal árið 2003, þá sextán ára gamall. Hann hefur verið lykilmaður í liði Arsenal undanfarin ár.

„Við höfum ekki minnsta áhuga á að selja hann," sagði Hill-Wood í samtali við enska fjölmiðla í dag en engu að síður er talið líklegt að Barcelona muni leggja fram myndarlegt tilboð í kappann á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×