Fótbolti

Góður sigur hjá Eggerti og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eggert er hér í leik gegn Celtic um daginn.
Eggert er hér í leik gegn Celtic um daginn.

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í skoska liðinu Hearts unnu góðan útisigur,1-3, á Inverness Caledonian Thistle í dag.

Eggert Gunnþór er orðinn fyrirliði liðsins og spilaði allan leikinn með liðinu í dag.

Hearts stökk með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar en það gæti eitthvað breyst þar sem þessi leikur er fyrsti leikur dagsins í skoska boltanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×