Enski boltinn

Ferguson vildi ekki fá Joe Cole

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist hafa afþakkað boð um að ræða við Joe Cole í sumar eftir að hann ákvað að fara frá Chelsea.

Mikið var slegist um Cole í sumar og talið að United hefði verið á meðal þeirra félaga. Svo var víst ekki.

Cole skrifaði á endanum undir fjögurra ára samning við Liverpool.

"Umboðsmaður Joe Cole hafði samband við okkur en við höfnuðum því að taka þátt í þessum slag. Það hefði bara verið flókið," sagði Ferguson.

Cole gæti mætt Man. Utd á morgun og þá gæti komið í ljós hvort Ferguson gerði rétt í að sleppa tækifærinu til þess að fá leikmanninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×