Enski boltinn

Defoe verður klár í næsta mánuði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Framherji Tottenham, Jermain Defoe, er á góðum batavegi eftir aðgerð á ökkla og í raun á undan áætlun. Hann gæti því verið kominn aftur á völlinn í næsta mánuði.

Defoe meiddist í landsleik með Englandi 7. september síðastliðinn og var þá afskrifaður fram yfir áramót en nú er stefnt að því að hann spili vonandi sinn fyrsta leik 24. nóvember gegn Werder Bremen.

Defoe er byrjaður að æfa í lyftingasalnum og mun byrja að hlaupa mjög fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×