Gumball-kappaksturinn bannaður í Þýskalandi 3. maí 2010 17:42 Bílafloti keppenda í Gumball er svakalegur eins og sást þegar flautað var af stað í London um helgina. Þjóðverjar settu hnefann í borðið og bönnuðu glæsivögnunum í Gumball-kappakstrinum að keyra á þýskum þjóðvegum í gær. Kappaksturinn var blásinn í gang í London á laugardag. Í honum tekur þátt fjöldi stjarna og auðkýfinga. Frægt er þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Magnús Ármann og fleiri tóku þátt í kappakstrinum árið 2006. Keyrð er alls um fimm þúsund kílómetra leið á þjóðvegum og haldin veisla á hverju kvöldi. Í gærmorgun átti að keyra frá Amsterdam til Kaupmannahafnar. Réttur í Þýskalandi setti lögbann á kappaksturinn þannig að ferja þurfti bílana á stórum vögnum til Danmerkur. Þarna gæti spilað inn í umdeilt mál sem varð í kappakstrinum fyrir þremur árum. Þá létust tveir vegfarendur í Makedóníu í árekstri við enska kaupsýslumenn sem tóku þátt. Glæsikerrunum var vippað upp á vagn í Þýskalandi og þær keyrðar til Danmerkur. Meðal stjarnanna að þessu sinni eru Jade Jagger, dóttir Mick Jagger, rappararnir Eve og Xzibit og hjólabrettasnillingurinn Tony Hawk. Leikarinn Michael Madsen tók einnig þátt en hætti á fyrsta degi þegar liðsfélagi hans var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og tekinn með á lögreglustöðina. Gumball-kappaksturinn er nú haldinn í 12. skipti. Frá Kaupmannahöfn heldur hann til Stokkhólms. Þaðan er flogið vestur um haf til Boston, keyrt til Toronto og endað í New York.Hér má sjá 20 mínútna myndband af öllum ofurbílunum taka af stað í London um helgina. Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
Þjóðverjar settu hnefann í borðið og bönnuðu glæsivögnunum í Gumball-kappakstrinum að keyra á þýskum þjóðvegum í gær. Kappaksturinn var blásinn í gang í London á laugardag. Í honum tekur þátt fjöldi stjarna og auðkýfinga. Frægt er þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Magnús Ármann og fleiri tóku þátt í kappakstrinum árið 2006. Keyrð er alls um fimm þúsund kílómetra leið á þjóðvegum og haldin veisla á hverju kvöldi. Í gærmorgun átti að keyra frá Amsterdam til Kaupmannahafnar. Réttur í Þýskalandi setti lögbann á kappaksturinn þannig að ferja þurfti bílana á stórum vögnum til Danmerkur. Þarna gæti spilað inn í umdeilt mál sem varð í kappakstrinum fyrir þremur árum. Þá létust tveir vegfarendur í Makedóníu í árekstri við enska kaupsýslumenn sem tóku þátt. Glæsikerrunum var vippað upp á vagn í Þýskalandi og þær keyrðar til Danmerkur. Meðal stjarnanna að þessu sinni eru Jade Jagger, dóttir Mick Jagger, rappararnir Eve og Xzibit og hjólabrettasnillingurinn Tony Hawk. Leikarinn Michael Madsen tók einnig þátt en hætti á fyrsta degi þegar liðsfélagi hans var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og tekinn með á lögreglustöðina. Gumball-kappaksturinn er nú haldinn í 12. skipti. Frá Kaupmannahöfn heldur hann til Stokkhólms. Þaðan er flogið vestur um haf til Boston, keyrt til Toronto og endað í New York.Hér má sjá 20 mínútna myndband af öllum ofurbílunum taka af stað í London um helgina.
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira