Enski boltinn

Hodgson væri til í að opna veskið aftur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, vill gjarna fá meiri pening til þess að styrkja lið sitt enn frekar.

Liverpool lét samt til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar og keypti Joe Cole, Milan Jovanovic, Christian Poulsen, Brad Jones, Danny Wilson og Jonjo Shelvey.

Það er aðeins vika í að leikmannamarkaðnum loki fram í janúar.

"Ég væri til í að eyða ef ég finn rétta leikmanninn á réttu verði. Það er samt erfitt á þessum tímapunkti," sagði Hodgson.

"Ég hef aðeins verið hér í fimm vikur og ég vil líka vera alveg viss um að hafa skoðað alla möguleika. Líka hjá félaginu sjálfu. Kannski eigum við stórkostlegan 17 ára leikmann sem ég veit ekki um. Kannski eigum við falinn Javier Hernandez og ef svo er vil ég ekki eyða 50 milljónum punda í að kaupa slíkan mann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×