Enski boltinn

Jafnt hjá Fulham og Man. Utd. á Craven Cottage

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Bobby Zamora
Bobby Zamora GettyImages

Fulham og Manchester United skildu jöfn, 2-2, í bráðskemmtilegum leik á Craven Cottage sem lauk fyrir stundu í ensku úrvalsdeildinni. United var með pálmann í höndunum í stöðunni 2-1 þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu undir lok leiksins en Nani brenndi af.

Paul Scholes kom United yfir á 11. mínútu með frábæru skoti af löngu færi. Simon Davies jafnaði leikinn á 57. mínútu en Brande Hangeland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 84. mínútu og þremur mínútum síðar fékk United dæmda vítaspyrnu.

Nani brenndi hins vegar af í vítaspyrnunni og þremur mínútum síðar hafði Brande Hangeland kvittað fyrir sjálfsmarkið með jöfnunarmarki Fulham á 90. mínútu og tryggt Fulham stig á heimavelli.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×