Enski boltinn

Steven Gerrard: Hausinn á mér er stilltur á HM

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool.
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool.
Steven Gerrard, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, ætlar ekki að láta sögusagnir um framtíð hans hjá Liverpool eyðileggja fyrir sér heimsmeistaramótið í sumar þar sem hann verður í eldlínunni með englendingum. Liverpool endaði í sjöunda sæti deildarinnar en fyrir tímabilið voru markmiðin titilbarátta sem brást heldur betur. Real Madrid hefur líst yfir áhuga á leikmanninum sem og Chelsea sem aldrei hafa leynt ást sinni á Steven Gerrard. „Ég lét sögusagnir hafa mikil áhrif á mig á síðasta heimsmeistaramóti en það mun ekki gerast núna. Ég var vanur að sitja inn í herbergi að lesa öll blöðin, skoða internetið og tala við fólk heima sem sagði mér frá öllu slúðrinu," sagði Gerrard. „Ég mun ekki gera sömu mistök aftur. Fólkið í kringum veit að það er ekki leyfilegt að tala um framtíð mína eða sögusagnir sem tengjast mér þegar að það er í kringum mig. Það er mjög mikilvægt núna," bætti Gerrard við. „Ég er ekki að hugsa um hvað sé að gerast hjá Liverpool núna, hausinn á mér er stilltur á heimsmeistaramótið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×