Enski boltinn

Ekkert boð frá Tottenham í Palermo-drengina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Simon Kjær.
Simon Kjær. Nordic Photos / AFP

Tottenham hefur neita þeim fregnum að félagið hafi lagt fram tilboð upp á 35 milljónir punda í þá Simon Kjær og Edinson Cavani sem leika með Palermo á Ítalíu.

Forseti Palermo kom fram í fjölmiðlum og hélt því fram að Tottenham hefði lagt fram tilboðið og að Palermo hefði samþykkt það.

„Þessar staðhæfingar eru ekki réttar," sagði talsmaður Tottenham í samtali við enska fjölmiðla. „Við höfum ekki lagt fram tilboð í þessa leikmenn."

Kjær er danskur varnarmaður en Cavani úrúgvæskur sóknarmaður. Báðir hafa spilað vel með landsliðum sínum á HM í Suður-Afríku.




Tengdar fréttir

Tottenham bauð í tvo leikmenn Palermo

Maurizio Zamparini, forseti Palermo á Ítalíu, greindi frá því í gær að félagið hafi fengið tilboð frá Tottenham í danska varnarmanninn Simon Kjær og Edinson Cavani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×