Enski boltinn

Tottenham bauð í tvo leikmenn Palermo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Simon Kjær, leikmaður danska landsliðsins.
Simon Kjær, leikmaður danska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images
Maurizio Zamparini, forseti Palermo á Ítalíu, greindi frá því í gær að félagið hafi fengið tilboð frá Tottenham í danska varnarmanninn Simon Kjær og Edinson Cavani.

Kjær hefur verið orðaður við mörg stærstu félög Evrópu að undanförnu, svo sem Manchester United, Manchester City og Inter Milan. City og Wolfsburg eru sögð hafa áhuga á Cavani.

Zamparini sagði að Tottenham hefði lagt fram tilboð upp á 35 milljónir punda í leikmennina tvo.

„Þetta er tilboð sem við getum í raun ekki hafnað þar sem þeir hafa báðir sagt að þeir vilja fara frá félaginu," sagði Zamparini við ítalska fjölmiðla.

„Við munum nota peninginn til að fjárfesta í öðrum leikmönnum," bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×