Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað bréfum dómstólaráðs 11. maí 2010 12:17 Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs. Mynd/Róbert Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið. Við sögðum frá því í fréttum okkar fyrir helgi að Hæstiréttur hefði lýst sig sammála breytingum á lögum um endurrit dómsgerða sem fæli í sér að hún færðist frá héraðsdómstólum yfir til ríkissaksóknara. Hæstiréttur sagði hinsvegar ljóst að breytingin gæti ekki komið í framkvæmd nema ríkissaksóknari fái fjárveitingu til að standa undir kostnaði sem af því hljótist, og af þeirri ástæðu verði nýjar reglur ekki gefnar út fyrr en dómsmálaráðherra hafi hlutast til um þá fjárveitingu. Þegar málum er áfrýjað til Hæstaréttar, þurfa dómsritarar héraðsdóma að endurrita yfirheyrslur og framburða vitna í málum. Dómstólaráð vill semsagt að sú vinna færist yfir til ríkissaksóknara, sem í raun sér um áfrýjun fyrir Hæstarétti. Annir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur eru til að mynda ástæða þess að mál tveggja ofbeldismanna hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisbrota sem þeir frömdu á meðan beðið var eftir að málið kæmist á dagskrá. Í bréfi sem Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs, sendir dómsmálaráðuneytinu á föstudag, og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að nú séu liðnir sex mánuðir frá því Hæstiréttur samþykkti að breyta umræddum reglum. Í bréfinu kemur einnig fram að Helgi hafi átt fund um þessi mál með settum ráðuneytisstjóra en bréfið er það þriðja sem hann sendir vegna málsins, en því hefur ekki verið svarað. Dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ráðuneytið væri samþykkt þessum breytingum en grunaði að héraðsdómstólar vildu færa verkefnin yfir til saksóknara, en halda eftir fjármununum. Hún sagði að málið yrði skoðað sem fyrst. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í morgun. Hún hafði hinsvegar samband við fréttastofu í kjölfar þessarar fréttar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ragna sagði málið standa þannig að samkomulag hefði náðst um að ráðuneytið óski eftir millifærslu á fjárheimildum í fjáraukalögum frá dómstólunum yfir til Ríkissaksóknara. Um sé að ræða 4,7 milljónir króna. Tengdar fréttir Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 „Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Formaður dómstólaráðs hefur í fjórgang spurst fyrir um breytingar á reglum um endurrit dómsgerða hjá dómsmálaráðuneytinu, en ekki fengið svör. Hæstiréttur hefur fallist á að breyta reglunum, en fyrst þarf að tryggja ríkissaksóknara fjármagn. Hann segir málið hafa verið í sjálfheldu síðasta hálfa árið. Við sögðum frá því í fréttum okkar fyrir helgi að Hæstiréttur hefði lýst sig sammála breytingum á lögum um endurrit dómsgerða sem fæli í sér að hún færðist frá héraðsdómstólum yfir til ríkissaksóknara. Hæstiréttur sagði hinsvegar ljóst að breytingin gæti ekki komið í framkvæmd nema ríkissaksóknari fái fjárveitingu til að standa undir kostnaði sem af því hljótist, og af þeirri ástæðu verði nýjar reglur ekki gefnar út fyrr en dómsmálaráðherra hafi hlutast til um þá fjárveitingu. Þegar málum er áfrýjað til Hæstaréttar, þurfa dómsritarar héraðsdóma að endurrita yfirheyrslur og framburða vitna í málum. Dómstólaráð vill semsagt að sú vinna færist yfir til ríkissaksóknara, sem í raun sér um áfrýjun fyrir Hæstarétti. Annir hjá Héraðsdómi Reykjavíkur eru til að mynda ástæða þess að mál tveggja ofbeldismanna hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti, en þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna ofbeldisbrota sem þeir frömdu á meðan beðið var eftir að málið kæmist á dagskrá. Í bréfi sem Helgi I. Jónsson, starfandi formaður dómstólaráðs, sendir dómsmálaráðuneytinu á föstudag, og fréttastofa hefur undir höndum, segir hann að nú séu liðnir sex mánuðir frá því Hæstiréttur samþykkti að breyta umræddum reglum. Í bréfinu kemur einnig fram að Helgi hafi átt fund um þessi mál með settum ráðuneytisstjóra en bréfið er það þriðja sem hann sendir vegna málsins, en því hefur ekki verið svarað. Dómsmálaráðherra sagði fyrir helgi að ráðuneytið væri samþykkt þessum breytingum en grunaði að héraðsdómstólar vildu færa verkefnin yfir til saksóknara, en halda eftir fjármununum. Hún sagði að málið yrði skoðað sem fyrst. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra í morgun. Hún hafði hinsvegar samband við fréttastofu í kjölfar þessarar fréttar í hádegisfréttum Bylgjunnar. Ragna sagði málið standa þannig að samkomulag hefði náðst um að ráðuneytið óski eftir millifærslu á fjárheimildum í fjáraukalögum frá dómstólunum yfir til Ríkissaksóknara. Um sé að ræða 4,7 milljónir króna.
Tengdar fréttir Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31 „Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Seinagangur Ríkissaksóknara Seinagangur Ríkissaksóknara er ástæða þess að mál tveggja ofbeldishrotta hefur ekki verið tekið fyrir í Hæstarétti. Mennirnir voru dæmdir fyrir hrottalega árás á áttræðan úrsmið fyrir hálfu ári. Í fyrrakvöld endurtóku þeir leikinn þegar þeir réðust á eldri hjón í Reykjanesbæ. Annar mannanna hefur verið nefndur yngsti mannræningi Íslands. 5. maí 2010 18:31
„Þetta gengur ekki" Annir í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa komið í veg fyrir að gögn hafi borist saksóknara til þess að taka fyrir mál tveggja ofbeldismanna í Hæstarétti. Á meðan halda mennirnir áfram að brjóta af sér, en þeir réðust á eldri hjón um helgina. Héraðsdómur bendir á dómsmálaráðuneytið sem bendir til baka á Héraðsdóm. „Þetta gengur ekki" segir dómsmálaráðherra. 6. maí 2010 19:56