Fótbolti

Ronaldo búinn að láta taka sig úr sambandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ronaldo.
Ronaldo. Mynd/AFP
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Ronaldo ætlar ekki að eiga fleiri börn og hefur þess vegna ákveðið að láta taka sig úr sambandi. Hann er fjögurra barna faðir eftir að DNA-próf sannaði hinn fimm ára Alexandre væri sonur hans.

Ronaldo átti Alexandre með brasilísku gengilbeinunni Michele Umezu sem hann hitti fyrst í Tókío árið 2002. Í byrjun mánaðarins kom í ljós eftir faðernispróf að Ronaldo var pabbinn.

„Nú er ég búnn að loka verksmiðjunni," sagði Ronaldo í viðtali við brasilíska blaðið Folha de Sao Paulo. Ronaldo spilar nú með Corinthians í Brasilíu en hann eignaðist stelpuna Maria Alice í apríl.

Ronaldo.Mynd/AFP
Áður átti Ronaldo hinn 10 ára Ronald og hina tveggja ára Mariu Sophiu. Ronald er sonur Ronaldo og brailísku fótboltakonunnar Milene Domingues en tvö yngstu börnin á hann með núverandi konu sinni Mariu Beatriz Antony.

Ronaldo er 34 ára gamall og er markahæsti leikmaður HM í fótbolta frá upphafi. Hann lék á árum áðum með liðum eins og Barcelona, Inter Milan, Real Madrid og AC Milan en hefur verið Corinthians-liðinu frá 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×