Enski boltinn

Benitez undrandi á ummælum Ferguson

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Eins og við mátti búast gat Rafa Benitez, þjálfari Inter, ekki setið á sér vegna ummæla Sir Alex Ferguson um að lélegt gengi Liverpool væri honum að kenna.

Benitez náði að vinna Meistaradeildina og enska bikarinn með Liverpool en aldrei ensku úrvalsdeildina.

Hann sendi frá sér yfirlýsingu á heimasíðu Inter vegna málsins.

"Ég er mjög undrandi yfir því að reyndur og þekktur stjóri skuli tala svona um mig. Sérstaklega þar sem ég hef verið á Ítalíu í þrjá mánuði. Ég get aðeins sagt að stuðningsmenn Liverpool þekkja söguna og sannleikann í þessu máli. Þeir vita líka að það er auðvelt að dæma er maður hefur verið við stjórnvölinn í 24 ár," sagði í yfirlýsingu Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×