Fótbolti

England og Svíþjóð á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hope Powell, landsliðsþjálfari Englands.
Hope Powell, landsliðsþjálfari Englands. Nordic Photos / Getty Images
Nú er ljóst hvaða fimm Evrópuþjóðir keppa á HM í knattspyrnu kvenna sem fer fram í Þýskalandi næsta sumar.

Í gærkvöldu fóru fram síðustu tveir leikirnir í undankeppninni í Evrópu.

England er komið áfram eftir 3-2 sigur í Sviss í gær og samanlagt 5-2.

Þá eru Svíar einnig komnir áfram eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Dani á útivelli. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Svía á heimavelli.

Í fyrrakvöld tryggðu Frakkar og Norðmenn sér sæti í úrslitakeppninni og þá fá gestgjafar Þjóðverja sjálfkrafa þátttökurétt.

Ástralía, Japan og Suður-Kórea hafa einnig tryggt sér farseðilinn til Þýskalands en alls keppa sextán þjóðir í úrslitakeppninni næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×