Enski boltinn

Fabregas ekki að missa sig yfir góðu gengi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segist vera með báða fætur á jörðinni þó svo Arsenal hafi byrjað leiktíðina með miklum stæl.

Arsenal er búið að vinna fjóra leiki í röð í öllum keppnum og þá flesta mjög sannfærandi.

"Ég vil ekki gera of mikið úr sumum þessara stórsigra. Það hefur áður gerst að við rúllum yfir minni liðin og töpum svo gegn þeim stærri. Við verðum því að halda áfram og reyna að bæta okkur," sagði Fabregas.

"Leikurinn gegn Sunderland um helgina verður erfiður. Okkur gekk ekki vel gegn þeim í fyrra og stefnum því á að bæta okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×