Enski boltinn

Lampard mætir Hömrunum

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Frank Lampard mætir sínum gömlu félögum
Frank Lampard mætir sínum gömlu félögum GettyImages

Frank Lampard verður klár þegar Chelsea mætir West Ham um næstu helgi. Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea greindi frá því í gær að Lampard væri búinn að ná sér eftir að hafa undirgengist aðgerð vegna kviðslita.

Lampard hefur verið iðinn við kolann hjá Chelsea í upphafi leiktíðar en Lundúnarliðið hefur verið á mikilli siglingu og unnið alla sína leiki örugglega.

„Frank verður tilbúinn fyrir leikinn gegn West Ham, það er klárt. Hann fann fyrir miklum sársauka eftir leikinn gegn Stoke og við ákváðum að best væri fyrir hann að fara í þessa aðgerð strax," sagði Ancelotti en Lampard gat ekki leikið með enska landsliðinu gegn Búlgaríu á föstudag.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×