Enski boltinn

Hver verður næsti stjóri Liverpool?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa.
Martin O'Neill, stjóri Aston Villa. Mynd/AFP
Breska blaðið The Daily Telegraph fór í morgun yfir mögulega eftirmenn Rafael Benitez í stjórastöðunni hjá Liveprool en allt bendir til þess að Benitez hætti hjá Liverpool á næstu 48 tímum. Benitez hefur verið orðaður við Inter en nokkrir hafa á sama tíma verið orðaðir við stjórastólinn á Anfield.

The Daily Telegraph nefnir til menn eins og Martin O'Neill, Roy Hodgson, Laurent Blanc og Alex McLeish en eins eru á blaðinu Kenny Dalglish og Jorge Jesus. Hér má sjá ítarlegt yfirlit blaðsins yfir kosti og galla hvers og eins.

Samkvæmt lista blaðsins eru mestar líkur á því að Martin O'Neill eða Roy Hodgson taki við Liverpool-liðinu en báðir hafa lýst því yfir að þeir ætli að halda áfram með sín lið, Aston Villa og Fulham, sem hafa bæði gert flotta hluti undir þeirra stjórn.



Líkur The Daily Telegraph á eftirtaldir taki við Liverpool

13/8 - Martin O'Neill, núverandi stjóri Aston Villa

9/2 - Roy Hodgson, núverandi stjóri Fulham

10/1 - Kenny Dalglish, fyrrum stjóri Liverpool

11/1 - Laurent Blanc, fyrrverandi stjóri Bordeaux og verðandi landsliðsþjálfari Frakka

12/1 - Jorge Jesus, núverandi stjóri Benfica

14/1 - Alex McLeish, núverandi stjóri Birmingham City






Fleiri fréttir

Sjá meira


×