Fótbolti

Líka fagnað í smábæjum Spánar - myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/JSE
Mynd/JSE

Það er búið að sýna víða frá fagnðarlátunum í Madrid og Barcelona en heimsmeistaratitli Spánverja var fagnað víðar en það. Það var eitt allsherjar partý í öllum bæjum Spánar.

Jón Sigurður Eyjólfsson, pistlahöfundur í Fréttablaðinu, býr í smábænum Baza á Spáni þar sem íbúatalan er í kringum 3.000.

Smábærinn fór á hvolf er Howard Webb flautaði leikinn af í gær og bæjarbúar trylltust af gleði.

Jón Sigurður tók nokkrar myndir af stemningunni og myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×