Enski boltinn

Ancelotti: Carroll þarf að bæta sinn leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hefur viðurkennt að hann sé aðdáandi Andy Carroll, framherja Newcastle. Hann segir þó að Carroll þurfi enn að bæta sinn leik.

Chelsea hefur verið orðað við Carroll upp á síðkastið en honum er ítrekað líkt við Didier Drogba og sumir sjá Carroll sem arftaka hans hjá Chelsea.

Carroll hefur verið í frábæru formi í upphafi leiktíðar þrátt fyrir vandræði utan vallar. Það hefur ekkert truflað hann.

"Carroll er mjög góður framherji. Hann er ungur og hefur möguleika á að ná langt. Hann þarf samt að leggja hart að sér ef hann ætlar að komast á sama stall og Drogba," sagði Ancelotti.

"Þeir eru ólíkir leikmenn. Það er meiri kraftur í Drogba sem getur líka skorað úr fleiri stöðum. Carroll er sterkur í loftinu en þarf að bæta sinn leik meira."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×