Enski boltinn

Áfall fyrir Aston Villa- Petrov frá í tvo mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stiliyan Petrov.
Stiliyan Petrov. Mynd/Nordic Photos/Getty
Stiliyan Petrov, fyrirliði Aston Villa, mun ekkert geta spilað með liðinu næstu tvo mánuði vegna meiðsla á hné. Petrov meiddist í tapleiknum á móti Sunderland um helgina.

„Við erum búnir að missa Petrov í tvo mánuði. Við vitum það ekki fyrr en um miðja vikuna hvort að hann þurfi að fara í aðgerð," sagði Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, á heimasíðu félagsins.

„Þetta er mikil synd því hann var kominn á gott skrið. Þetta var mjög óheppilegt slys," sagði Houllier en Stiliyan Petrov var búinn að leika fyrstu níu leiki liðsins á tímabilinu.

Það er búist við því að Nigel Reo-Coker taki við fyrirliðabandinu en hann hefur fengið nýtt líf eftir að Gerard Houllier tók við liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×