Enski boltinn

Cech: Það getur verið gott að fá skell einstaka sinnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech, markvörður Chelsea.
Petr Cech, markvörður Chelsea. Mynd/AFP
Petr Cech, markvörður Chelsea, er á því að það gæti bara verið gott fyrir liðið að hafa fengið skellinn á móti Sunderland á sunnudaginn. Chelsea tapaði þá 0-3 á heimavelli en liðið hafði unnið fyrstu sex heimaleiki sína á tímabilinu með markatölunni 17-0.

„Það getur verið gott að fá skell einstaka sinnum. Það mikilvægasta er hvernig við svörum þessu í næsta leik. Það mun bara koma í ljós hvernig við tökum á þessari stöðu," sagði Petr Cech í viðtali við vefsíðuna iDnes.cz í Tékklandi.

„Við spiluðum vel í leiknum á móti Fulham í vikunni áður og það er efitt að útskýra af hverju þetta gerðist. Það bjóst enginn við þessu af okkur og ég held að þetta hafi bara verið slys," sagði Cech.

„Þetta var versta frammistaða okkar í mörg ár og við gátum bara þakkkað fyrir að tapa bara 0-3 ef við miðum við hvernig leikurinn spilaðist," sagði Cech sem fékk þarna fyrstu mörkin á sig á Brúnni í ensku úrvalsdeildinni í vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×