Fínn peningur fyrir að selja lag í Grey‘s Anatomy Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2010 07:00 Sindri Már Sigfússon og félagar í Seabear eiga lag í læknaþættinum vinsæla Grey´s Anatomy. fréttablaðið/anton „Ég hef aldrei séð þessa þætti. Ég bara vona að þeir séu ekki hræðilegir," segir Sindri Már Sigfússon úr hljómsveitinni Seabear sem á lag í læknaþættinum vinsæla Grey"s Anatomy, sem um 15 milljónir Bandaríkjamanna horfa á í hverri viku. Lagið nefnist Cold Summer og hljómar í þætti sem verður frumsýndur í Bandaríkjunum í kvöld. Það er fyrsta smáskífulagið af nýjustu plötu sveitarinnar, We Built A Fire, sem kemur út hérlendis á mánudaginn. Seabear hefur áður átt lag í bandaríska þættinum Gossip Girl. „Við erum með höfundarréttarsamning við Warner. Þar er fólk mikið í því að reyna að koma tónlist í einhverja svona þætti," segir Sindri. watch on YouTube Sveitin er á leiðinni í langa tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu sem hefst á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas 17. mars. Hún fær því heldur betur góða kynningu svona rétt í aðdraganda ferðarinnar, auk þess sem tekjurnar sem fást af laginu koma sér einkar vel. „Þetta er aðallega gott fyrir okkur peningalega séð fyrir þessa túra. Við þurfum alltaf að borga mikið fyrir flugið því við erum svo mörg. Það er alveg rosalegur peningur," segir Sindri. Hljómsveitin hefur fengið styrk frá Loftbrú vegna flugkostnaðar en hefur ekki nýtt sér mögulega fyrirframgreiðslu frá þýska útgáfufélaginu Morr vegna ferðalagsins. „Við getum fengið peninga hjá þeim ef okkur vantar. Þá er það fyrirframgreiðsla fyrir plötusölu. Það er bara eins og að taka yfirdrátt að fá styrk frá þeim. Maður borgar þetta allt á endanum sjálfur." Sindri vill ekki gefa upp hversu háa upphæð Seabear fær fyrir lagabirtinguna í Grey"s Anatomy. „Miðað við gengið núna er þetta mjög fínt. Þetta er mjög hátt tímakaup. Ætli þetta séu ekki þrjátíu sekúndur sem lagið hljómar, þannig að þetta eru margir þúsundkallar á sekúndu." Hljómsveitin er nýkomin heim eftir tónleikaferð um Þýskaland og Noreg sem heppnaðist sérlega vel að mati Sindra þrátt fyrir tuttugu stiga kulda. „Það var uppselt á öllum stöðunum sem við fórum á og við höfum aldrei selt jafnmikið af plötum og bolum fyrr." Næsta þriðjudag er förinni heitið til Bandaríkjanna en í sumar stefnir Seabear á að halda útgáfutónleika hér heima vegna nýju plötunnar. Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég hef aldrei séð þessa þætti. Ég bara vona að þeir séu ekki hræðilegir," segir Sindri Már Sigfússon úr hljómsveitinni Seabear sem á lag í læknaþættinum vinsæla Grey"s Anatomy, sem um 15 milljónir Bandaríkjamanna horfa á í hverri viku. Lagið nefnist Cold Summer og hljómar í þætti sem verður frumsýndur í Bandaríkjunum í kvöld. Það er fyrsta smáskífulagið af nýjustu plötu sveitarinnar, We Built A Fire, sem kemur út hérlendis á mánudaginn. Seabear hefur áður átt lag í bandaríska þættinum Gossip Girl. „Við erum með höfundarréttarsamning við Warner. Þar er fólk mikið í því að reyna að koma tónlist í einhverja svona þætti," segir Sindri. watch on YouTube Sveitin er á leiðinni í langa tónleikaferð um Bandaríkin og Evrópu sem hefst á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas 17. mars. Hún fær því heldur betur góða kynningu svona rétt í aðdraganda ferðarinnar, auk þess sem tekjurnar sem fást af laginu koma sér einkar vel. „Þetta er aðallega gott fyrir okkur peningalega séð fyrir þessa túra. Við þurfum alltaf að borga mikið fyrir flugið því við erum svo mörg. Það er alveg rosalegur peningur," segir Sindri. Hljómsveitin hefur fengið styrk frá Loftbrú vegna flugkostnaðar en hefur ekki nýtt sér mögulega fyrirframgreiðslu frá þýska útgáfufélaginu Morr vegna ferðalagsins. „Við getum fengið peninga hjá þeim ef okkur vantar. Þá er það fyrirframgreiðsla fyrir plötusölu. Það er bara eins og að taka yfirdrátt að fá styrk frá þeim. Maður borgar þetta allt á endanum sjálfur." Sindri vill ekki gefa upp hversu háa upphæð Seabear fær fyrir lagabirtinguna í Grey"s Anatomy. „Miðað við gengið núna er þetta mjög fínt. Þetta er mjög hátt tímakaup. Ætli þetta séu ekki þrjátíu sekúndur sem lagið hljómar, þannig að þetta eru margir þúsundkallar á sekúndu." Hljómsveitin er nýkomin heim eftir tónleikaferð um Þýskaland og Noreg sem heppnaðist sérlega vel að mati Sindra þrátt fyrir tuttugu stiga kulda. „Það var uppselt á öllum stöðunum sem við fórum á og við höfum aldrei selt jafnmikið af plötum og bolum fyrr." Næsta þriðjudag er förinni heitið til Bandaríkjanna en í sumar stefnir Seabear á að halda útgáfutónleika hér heima vegna nýju plötunnar.
Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira