Enski boltinn

Carragher búinn að skrifa undir nýjan samning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Carragher í leik með Liverpool.
Jamie Carragher í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Jamie Carragher hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við Liverpool.

Samningurinn rennur út nú í lok tímabilsins 2013 en hann hefur verið á mála hjá Liverpool allan sinn feril. Hann spilaði sinn fyrsta leik í janúar 1997.

Hann hefur spilað 641 leik með félaginu og er nú á sínu fimmtánda tímabili.

Liverpool hefur gengið illa í upphafi tímabils en liðið mætir Everton í grannaslag nú um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×