Enski boltinn

Alex Ferguson: Alltof mikil spenna í aðdraganda leiksins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri Manchester United sést hér skipta Dimitar Berbatov útaf í kvöld.
Alex Ferguson, stjóri Manchester United sést hér skipta Dimitar Berbatov útaf í kvöld. Mynd/AP
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, náði ekki að stýra sínum mönnum til sigurs á móti nágrönnunum í Manchester City í kvöld. Leikurinn var tíðindalítill, hvorugt liðið gaf færi á sér og markalaust jafntefli varð niðurstaðan.

„Það var alltof mikil spenna í aðdraganda þessa leiks til þess að leikurinn gæti verið opin og skemmtilegur eins og fólk gerði væntingar til," sagði Ferguson.

„Við stjórnuðum leiknum samt nokkuð vel en auðvitað eru það vonbrigði að hafa ekki skapa betri marktækifæri í leiknum. Markmiðið hjá City í þessum leik var að tapa ekki," sagði Ferguson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×