Enski boltinn

Arsenal með tilboð í Reina?

Elvar Geir Magnússon skrifar

The Sun greinir frá því að Arsenal hafi lagt fram 23 milljón punda tilboð í markvörð Liverpool, Spánverjann Pepe Reina. Arsene Wenger telur Reina rétta manninn til að leysa markmannsvandræði Arsenal.

Wenger veit að það verður erfitt að krækja í Reina sem var einn allra besti leikmaður Liverpool síðasta vetur og er klárlega í hópi bestu markvarða heims.

Reina skrifaði undir nýjan sex ára samning við Liverpool í apríl en hann var keyptur fyrir sex milljónir punda frá Villareal fyrir fimm árum síðan.

Arsenal hefur einnig verið orðað við Mark Schwarzer, markvörð Fulham en þeir Manuel Almunia og Lukasz Fabianski hafa gert mörg glórulaus mistök síðustu ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×