Enski boltinn

Spurs á eftir Diarra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Tottenham Hotspur er ekki hætt á leikmannamarkaðnum en félagið er nú í viðræðum við Real Madrid um kaup á miðjumanninum Lassana Diarra.

Diarra er ekki talinn eiga neina framtíð undir stjórn José Mourinho.

Harry Redknapp, stjóri Spurs, þekkir vel til leikmannsins en hann keypti hann til Portsmouth árið 2008.

Diarra hefur einnig verið orðaður við Man. Utd en þangað fer hann tæplega þar sem Sir Alex Ferguson hefur lokið veskinu þetta árið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×