Íslenski boltinn

Umfjöllun: Leiðindi og markaleysi á KR-velli

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Logi Ólafsson, þjálfari KR.
Logi Ólafsson, þjálfari KR. Fréttablaðið
Leikur KR og Keflavíkur á KR-vellinum var ekki góð skemmtun. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli þar sem hvorugt liðið skapaði sér almennilegt færi. Fyrri hálfleikurinn var leiðinlegur á að horfa. KR sótti meira en skapaði sér engin dauðafæri. Bjarni Guðjónsson stýrði miðjunni ágætlega en Kjartan Henry og Björgólfur voru bitlausir. Tvö skot utan teigs voru mesta ógnun heimamanna en Ómar varði þau bæði auðveldlega. Sóknarleikur Keflvíkinga var enn árangursminni. Jóhann Birnir átti besta tækifærið þegar hann þrumaði boltanum í þverslánna utan teigs eftir að hafa fengið lága hornspyrnu senda beint til sín. Annars einkenndist fyrri hálfleikurinn af hinu sígilda miðjuhnoði sem er aldrei vinsælt meðal áhorfenda. Þó var umdeilt atvik í hálfleiknum. Bjarni Hólm tæklaði Viktor Bjarka með báðum fótum. Hann fór í boltann líka og dómarinn dæmdi ekkert. KR-ingar vildu rautt spjald á Bjarna en Viktor fór meiddur af velli eftir tæklinguna. Umdeilt atvik sem þarf að skoða betur í sjónvarpi til að leggja dóm á. Fyrri hálfleikur byrjaði á góðum spretti Óskars Arnars sem átti skot sem sleikti þverslánna. Svo róaðist leikurinn aftur. KR sótti áfram meira en komst lítt áleiðis. Ómar Jóhannsson markmaður fór meiddur af velli og inn á kom Árni Freyr Ásgeirsson, 18 ára, í sínum fyrsta leik í meistaraflokki. Hann stóð sig virkilega vel og var öruggur í sínum aðgerðum. Leikurinn fjaraði bara út. Bæði lið reyndu að skapa eitthvað en gekk það illa. Keflvíkingar fengu nokkrar hornspyrnur en fengu ekkert færi upp úr þeim. Þeir halda þó toppsætinu í deildinni eftir fínt stig á KR-vellinum. Heimamenn eru þó enn án sigurs í deildinni. KR – Keflavík 0-0 Dómari: Valgeir Valgeirsson x Áhorfendur: 2363 Skot (á mark): 13-8 (4-2) Varin skot: Lars 1 – Ómar 2/Árni 1 Horn: 3-9 Aukaspyrnur fengnar: 16-14 Rangstöður: 6-3 KR 4-4-2 Lars Moldsked 6 Skúli Jón Friðgeirsson 7 Mark Rutgers 6 Baldur Sigurðsson 5 Guðmundur R. Gunnarsson 5 Gunnar Örn Jónsson 5 (58. Jordao Diogo 6) Bjarni Guðjónsson 7* ML Viktor Bjarki Arnarsson 5 (35. Eggert Rafn Einarsson 5) Óskar Örn Hauksson 6 Björgólfur Takefusa 6 Kjartan Henry Finnbogason 4 (80. Guðjón Baldvinsson -) Keflavík 4-4-2 Ómar Jóhannsson 6 (53. Árni Freyr Ásgeirsson 6) Guðjón Á. Antoníusson 6 Haraldur F. Guðmundsson 7 Bjarni Hólm Aðalsteinsson 6 Alan Sutej 5 Magnús Þ. Matthíasson 4 (71. Brynjar Ö. Guðmundsson -) Jóhann Birnir Guðmundsson 5 Hólmar Örn Rúnarsson 5 Magnús S. Þorsteinsson 4 Hörður Sveinsson 4 Guðmundur Steinarsson 4



Fleiri fréttir

Sjá meira


×