Íslenski boltinn

Steinþór Freyr: Tek þetta á mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Steinþór Freyr Þorsteinsson.
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-2 jafntefli sinna manna á Selfossi í kvöld.

Stjarnan lenti undir í leiknum en komst 2-1 yfir þegar um hálftími var til leiksloka. Þeir höfðu þó nokkra yfirburði í leiknum en náðu ekki að nýta sér þá.

„Þetta var mjög, mjög svekkjandi og ég er nokkuð pirraður núna," sagði Steinþór. „Við vorum mikið betri, jafnvel þótt að við höfðum verið einum færri undir lokin."

Selfoss jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu eftir að Bjarna Þórði Halldórssyni var vikið af velli fyrir að brjóta á Sævari Þór Gíslasyni sem var sloppinn inn fyrir vörn Stjörnunnar. Víti var dæmt sem Guðmundur Þórarinsson skoraði úr.

„En ég ætla að taka þetta á mig því ég klúðraði dauðafæri sem ég fékk í stöðunni 2-1. Ég hefði getað klárað leikinn þá," sagði Steinþór.

Hann hafði ekki áhyggjur þó svo að Selfoss hafi komið yfir snemma leiks. „Ég vissi alltaf að við myndum ná að skora enda skorum við í hverjum leik. Það var bara svekkjandi að fá annað markið á okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×