Íslenski boltinn

Jón Vilhelm tryggði Valsmönnum sinn fyrsta sigur í sumar

Grindvíkingar eru áfram stigalausir á botni Pepsi-deildar karla eftir 1-2 tap á móti Valsmönnum í Grindavík í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna undir stjórn Gunnlaugs Jónssonar í efstu deild.

Jón Vilhelm Ákason tryggði Valsmönnum sigurinn í sínum fyrsta leik í byrjunarliðinu og aðeins skömmu eftir að Grindvíkingar höfðu loksins náð að opna markareikning sinn á tímabilinu. Sigurmarkið kom á 71. mínútu og það gerði Jón Vilhelm með skalla eftir fyrirgjöf frá Sigurbirni Hreiðarssyni.

Eftir rólegan og slakan fyrri hálfleik kom Danni König Val í 1-0 á 57. mínútu en Gilles Mbang Ondo jafnaði fyrir Grindavík tólf mínútum siðar. Grindavík var þarna búið að bíða í 339 mínútur eftir fyrsta marki sínu í sumar en liðið þurfti aðeins að bíða í tvær mínútur eftir því að lenda aftur undir.

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leiknum og má finna hana hér: Grindavík - Valur.

Meira um leikinn og viðtöl á Vísi seinna í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×