Enski boltinn

Umboðsmaður: Torres verður áfram hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nýklipptur Fernando Torres, til hægri, með Xabi Alonso.
Nýklipptur Fernando Torres, til hægri, með Xabi Alonso. Nordic Photos / AFP
Fernando Torres verður áfram í herbúðum Liverpool. Þetta fullyrðir umboðsmaður hans, Jose Antonio Peton, í samtali við spænska fjölmiðla.

Torres hefur að undanförnu verið sterklega orðaður við Chelsea, Barcelona og Real Madrid auk þess sem Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hafi mikinn áhuga á að reyna að lokka hann yfir til sín.

„Eins og málin standa nú þá get ég fullvissað aðdáendur um að Fernando verði áfram hjá Liverpool á næsta tímabili," sagði umboðsmaðurinn. „Fernando er ánægður hjá Liverpool eins og sakir standa og er með góðan samning. Liverpool hefur ekki rætt við okkur um framtíðina en hann er núna að hugsa fyrst og fremst um HM í Suður-Afríku."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×