Íslenski boltinn

Guðjón Árni: Sáttir með stigið

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Þetta var gott stig á erfiðum útivelli," sagði Guðjón Árni Antoníusson, bakvörður Keflvíkinga, eftir 0-0 jafntefli liðsins á KR-vellinum í kvöld.

"Við vildum sækja þrjú stig en við erum sáttir með eitt. Mér fannst við gefa meira í það í lokin að reyna að ná sigri en það vantaði aðeins upp á þetta. Við þurftum að setja ungan og óreyndan strák í markið en hann stóð sig frábærlega," sagði Guðjón.

Hinn átján ára Árni Freyr Ásgeirsson fór í markið eftir að Ómar Jóhannsson meiddist snemma í seinni hálfleiks.

"Meðan við söfnum stigum og höldum hreinu þá er þetta gott. KR-ingar voru mættir til að selja sig dýrt og þetta var baráttuleikur."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×