Íslenski boltinn

Viktor meiddist ekki eftir tæklingu Bjarna

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Viktor Bjarki.
Viktor Bjarki. Fréttablaðið/Anton
Viktor Bjarki Arnarsson fór meiddur af velli í leiknum gegn Keflavík í kvöld. Það gerðist strax eftir harkalega, en löglega, tæklingu frá Bjarna Hólm Aðalsteinssyni en það var ekki vegna hennar sem Viktor fór af velli. "Þetta var tveggja fóta tækling en ég fór ekki útaf vegna hennar. Ég var búinn að fá í lærið áður. En tæklingin var svakaleg, ef ég hefði verið aðeins á undan hefði geta farið illa, “ sagði Viktor Bjarki eftir leik. Hann var annars ekki ýkja sáttur með leikinn. “Bæði liðin báru virðingu fyrir hvoru öðru. Þau pössuðu eigið mark mjög vel. Það var ekki mikið að gerast í þessum leik,” sagði Viktor. “Við ætluðum okkur sigurinn en þetta spilaðist svona. Þeir hafa verið skipulagðir og fengið á sig fá mörk,” sagði Viktor. Hann segir þó að menn séu ekkert farnir að örvænta í Vesturbænum þrátt fyrir að hafa fengið aðeins þrjú stig í leikjunum fjórum. “Neinei, það eru bara sjö stig í toppinn og öll liðin eru að taka stig af hver öðru,” sagði Viktor sem verður líklega ekki lengi frá vegna meiðslanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×