Enski boltinn

Cotterill orðaður við Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steve Cotterill, stjóri Notts County.
Steve Cotterill, stjóri Notts County. Nordic Photos / Getty Images
Steve Cotterill, knattspyrnustjóri Notts County, hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Portsmouth sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Cotterill náði frábærum árangri með Notts en undir hans stjórn varð liðið enskur D-deildarmeistari þrátt fyrir mikil átök og dramatík innan félagsins vegna eignarhalds þess.

„Hann er einn af átta eða níu knattspyrnustjórum sem okkur hefur verið bent á að tala við," sagði Andrew Andronikou, skiptastjóri Portsmouth en félagið er nú í greiðslustöðvun.

„Ferilsskrá hans talar sínu máli. Hann hefur lag á því að hvetja sína leikmenn til dáða og við þurfum á því að halda núna," bætti hann við.

David James, markvörður Portsmouth, var einnig í viðræðum við Andronikou um að taka við starfinu. Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson er á mála hjá Portsmouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×