Enski boltinn

Gylfi öruggur á vítapunktinum á úrslitastundu - skoraði sigurmarkið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér sigurmarki sínu í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar hér sigurmarki sínu í kvöld. Mynd/Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Reading 2-1 útisigur á Leicester í ensku b-deildinni í kvöld en Leicester var fyrir leikinn þrettán stigum og ellefu sætum ofar en Reading. Gylfi Þór skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins.

Þetta var í annað skiptið í síðustu þremur leikjum Reading þar sem að Gylfi skorar sigurmark liðsins úr vítaspyrnu á lokamínútunum en hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Queens Park Rangers 16. mars.

Gylfi Þór átti mjög góðan leik eins og oft áður með Reading í vetur en hann lagði upp fyrra mark liðsins sem Jimmy Kebe skoraði á 16. mínútu leiksins.

Gylfi er nú búinn að skora fjórtán mörk fyrir Reading á tímabilinu þar af hafa níu þeirra komið í deildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×