Enski boltinn

Rooney myndaður á fylleríi - reykti og kastaði af sér vatni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney á HM í sumar.
Wayne Rooney á HM í sumar. Nordic Photos / Getty Images

Wayne Rooney er ekki í náðinni hjá Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, eftir að hann var myndaður á fylleríi nú um helgina.

Rooney fór að skemmta sér á laugardagskvöldið og var myndaður í bak og fyrir alla nóttina. Til að mynda við að reykja sígerettu fyrir utan skemmtistað þar sem hann var með eiginkonu sinni og félögum.

Hann náðist einnig á mynd þar sem hann var að kasta af sér vatni fyrir utan sama skemmtistað.

Hópurinn hélt svo heim á leið um klukkan hálf sex á sunnudagsmorgun, syngjandi og trallandi fótboltalög.

The Sun birti myndirnar umræddu og má sjá þær hér. Rooney mætti á sína fyrstu æfingu hjá United í gær eftir sumarfrí og hafði víst hægt um sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×