Slysagildrur í nýju hverfi 6. ágúst 2010 07:00 Ástríður Sigvaldadóttir og Lilja Friðvinsdóttir, íbúar í Gerplustræti 25, við einn ókláraðan húsgrunninn. mynd/arnþór Það þarf ekki nema örlitla hálku á veginum til þess að steypast ofan í," segir Ástríður Sigvaldadóttir, íbúi í Gerplustræti í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, um risastóran húsgrunn í nágrenni heimili hennar. Við Gerplustræti stendur eitt fjölbýlishús með 24 íbúðum þar sem 15 standa auðar. Húsið var byggt árið 2008 og hafa flestir íbúar búið þar í ár eða lengur. Engin lýsing er fyrir framan húsið og ókláraðir húsgrunnar umkringja svæðið. Einn slíkur stendur í vesturátt, fyrir neðan hringtorg og er um 6 metra djúpur. „Þetta er lífshættulegt, bæði fyrir börn og fullorðna," segir Ástríður sem kveðst ítrekað hafa séð fólk stela öllu steini léttara úr húsgrunnunum, sem áður voru fullir af timbri og rörum, en standa nú nær tómir. „Ég hringdi svo í lögregluna þegar ég sá krakka vera að leika sér ofan á leikskólanum," segir hún. „En þar sem engin lögregla er í Mosfellsbæ lengur tók það hana 33 mínútur að koma á staðinn." Áslaug segist dauðhrædd við að hleypa barnabörnum sínum út einum síns liðs og slysagildrur vera alls staðar. Hún hefur ítrekað biðlað til bæjarins um úrbætur en fær þau viðbrögð að slíkt sé í höndum verktakanna. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, segir bæinn hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, verktaka sem standa að framkvæmdunum, að ljúka verkunum. Þeir hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá," segir Jóhanna. „En þetta er ekki eini staðurinn þar sem svona er ástatt - víða er ástandið mun verra." Leikskólinn á svæðinu stendur nú auður. Mosfellsbær lét fjarlægja tvö af fimm timburhúsum sem hýstu stofnunina í júlí. Ekki hefur verið gengið frá svæðinu undir húsunum og liggja þar brotin rör og rafmagnsvírar við hliðina á leiktækjum ætluðum börnum. Svæðið er ekki girt af. Frágangur við leikskólann er alfarið í höndum bæjarins og ekkert hefur verið aðhafst fram að þessu. sunna@frettabladid.i1s Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Það þarf ekki nema örlitla hálku á veginum til þess að steypast ofan í," segir Ástríður Sigvaldadóttir, íbúi í Gerplustræti í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, um risastóran húsgrunn í nágrenni heimili hennar. Við Gerplustræti stendur eitt fjölbýlishús með 24 íbúðum þar sem 15 standa auðar. Húsið var byggt árið 2008 og hafa flestir íbúar búið þar í ár eða lengur. Engin lýsing er fyrir framan húsið og ókláraðir húsgrunnar umkringja svæðið. Einn slíkur stendur í vesturátt, fyrir neðan hringtorg og er um 6 metra djúpur. „Þetta er lífshættulegt, bæði fyrir börn og fullorðna," segir Ástríður sem kveðst ítrekað hafa séð fólk stela öllu steini léttara úr húsgrunnunum, sem áður voru fullir af timbri og rörum, en standa nú nær tómir. „Ég hringdi svo í lögregluna þegar ég sá krakka vera að leika sér ofan á leikskólanum," segir hún. „En þar sem engin lögregla er í Mosfellsbæ lengur tók það hana 33 mínútur að koma á staðinn." Áslaug segist dauðhrædd við að hleypa barnabörnum sínum út einum síns liðs og slysagildrur vera alls staðar. Hún hefur ítrekað biðlað til bæjarins um úrbætur en fær þau viðbrögð að slíkt sé í höndum verktakanna. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, segir bæinn hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, verktaka sem standa að framkvæmdunum, að ljúka verkunum. Þeir hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá," segir Jóhanna. „En þetta er ekki eini staðurinn þar sem svona er ástatt - víða er ástandið mun verra." Leikskólinn á svæðinu stendur nú auður. Mosfellsbær lét fjarlægja tvö af fimm timburhúsum sem hýstu stofnunina í júlí. Ekki hefur verið gengið frá svæðinu undir húsunum og liggja þar brotin rör og rafmagnsvírar við hliðina á leiktækjum ætluðum börnum. Svæðið er ekki girt af. Frágangur við leikskólann er alfarið í höndum bæjarins og ekkert hefur verið aðhafst fram að þessu. sunna@frettabladid.i1s
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira