Slysagildrur í nýju hverfi 6. ágúst 2010 07:00 Ástríður Sigvaldadóttir og Lilja Friðvinsdóttir, íbúar í Gerplustræti 25, við einn ókláraðan húsgrunninn. mynd/arnþór Það þarf ekki nema örlitla hálku á veginum til þess að steypast ofan í," segir Ástríður Sigvaldadóttir, íbúi í Gerplustræti í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, um risastóran húsgrunn í nágrenni heimili hennar. Við Gerplustræti stendur eitt fjölbýlishús með 24 íbúðum þar sem 15 standa auðar. Húsið var byggt árið 2008 og hafa flestir íbúar búið þar í ár eða lengur. Engin lýsing er fyrir framan húsið og ókláraðir húsgrunnar umkringja svæðið. Einn slíkur stendur í vesturátt, fyrir neðan hringtorg og er um 6 metra djúpur. „Þetta er lífshættulegt, bæði fyrir börn og fullorðna," segir Ástríður sem kveðst ítrekað hafa séð fólk stela öllu steini léttara úr húsgrunnunum, sem áður voru fullir af timbri og rörum, en standa nú nær tómir. „Ég hringdi svo í lögregluna þegar ég sá krakka vera að leika sér ofan á leikskólanum," segir hún. „En þar sem engin lögregla er í Mosfellsbæ lengur tók það hana 33 mínútur að koma á staðinn." Áslaug segist dauðhrædd við að hleypa barnabörnum sínum út einum síns liðs og slysagildrur vera alls staðar. Hún hefur ítrekað biðlað til bæjarins um úrbætur en fær þau viðbrögð að slíkt sé í höndum verktakanna. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, segir bæinn hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, verktaka sem standa að framkvæmdunum, að ljúka verkunum. Þeir hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá," segir Jóhanna. „En þetta er ekki eini staðurinn þar sem svona er ástatt - víða er ástandið mun verra." Leikskólinn á svæðinu stendur nú auður. Mosfellsbær lét fjarlægja tvö af fimm timburhúsum sem hýstu stofnunina í júlí. Ekki hefur verið gengið frá svæðinu undir húsunum og liggja þar brotin rör og rafmagnsvírar við hliðina á leiktækjum ætluðum börnum. Svæðið er ekki girt af. Frágangur við leikskólann er alfarið í höndum bæjarins og ekkert hefur verið aðhafst fram að þessu. sunna@frettabladid.i1s Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Það þarf ekki nema örlitla hálku á veginum til þess að steypast ofan í," segir Ástríður Sigvaldadóttir, íbúi í Gerplustræti í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, um risastóran húsgrunn í nágrenni heimili hennar. Við Gerplustræti stendur eitt fjölbýlishús með 24 íbúðum þar sem 15 standa auðar. Húsið var byggt árið 2008 og hafa flestir íbúar búið þar í ár eða lengur. Engin lýsing er fyrir framan húsið og ókláraðir húsgrunnar umkringja svæðið. Einn slíkur stendur í vesturátt, fyrir neðan hringtorg og er um 6 metra djúpur. „Þetta er lífshættulegt, bæði fyrir börn og fullorðna," segir Ástríður sem kveðst ítrekað hafa séð fólk stela öllu steini léttara úr húsgrunnunum, sem áður voru fullir af timbri og rörum, en standa nú nær tómir. „Ég hringdi svo í lögregluna þegar ég sá krakka vera að leika sér ofan á leikskólanum," segir hún. „En þar sem engin lögregla er í Mosfellsbæ lengur tók það hana 33 mínútur að koma á staðinn." Áslaug segist dauðhrædd við að hleypa barnabörnum sínum út einum síns liðs og slysagildrur vera alls staðar. Hún hefur ítrekað biðlað til bæjarins um úrbætur en fær þau viðbrögð að slíkt sé í höndum verktakanna. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, segir bæinn hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, verktaka sem standa að framkvæmdunum, að ljúka verkunum. Þeir hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá," segir Jóhanna. „En þetta er ekki eini staðurinn þar sem svona er ástatt - víða er ástandið mun verra." Leikskólinn á svæðinu stendur nú auður. Mosfellsbær lét fjarlægja tvö af fimm timburhúsum sem hýstu stofnunina í júlí. Ekki hefur verið gengið frá svæðinu undir húsunum og liggja þar brotin rör og rafmagnsvírar við hliðina á leiktækjum ætluðum börnum. Svæðið er ekki girt af. Frágangur við leikskólann er alfarið í höndum bæjarins og ekkert hefur verið aðhafst fram að þessu. sunna@frettabladid.i1s
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira