Enski boltinn

Agger klár í næsta mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Agger í leik með Liverpool.
Daniel Agger í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Útlit er fyrir að Daniel Agger geti spilað með Liverpool á ný í næsta mánuði en hann spilaði síðast með liðinu í september.

Agger fékk högg á kálfann í leik með danska landslðinu í síðasta mánuði og var í fyrstu ekki vitað hversu lengi hann yrði frá.

Peter Brukner, yfirmaður læknadeildar Liverpool, segir að meiðslin séu óvenjuleg en að endurhæfingin gangi vel.

„Daniel þarf líklega þrjár vikur til viðbótar. Þetta hefur verið erfitt en það er lítið hægt að gera í þessu annað en að bíða eftir að meiðslin jafni sig," sagði Brukner. „En hann verður án efa klár í slaginn fyrir jól."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×