Enski boltinn

Capdevila orðaður við Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joan Capdevila í leik með spænska landsliðinu.
Joan Capdevila í leik með spænska landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images
Spænski landsliðsbakvörðurinn Joan Capdevila hefur verið orðaður við Liverpool í enskum og spænskum fjölmiðlum í dag.

Capdevila er 32 ára gamall og leikur með Villarreal en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

Viðræður eru sagðar ganga hægt en Capdevila vill fá tveggja ára samning. Villarreal er aðeins sagt reiðubúið að semja við hann til eins árs.

Capdevila mun vera góður vinur Pepe Reina, markvarðar Liverpool, og er Roy Hodgson sagður áhugasamur um að fá kappann. Juventus mun einnig vera að fylgjast með framvindu mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×