Enski boltinn

Inter með nýtt tilboð í Mascherano

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Inter hefur staðfest að félagið er búið að gera Liverpool nýtt tilboð í argentínska miðjumanninn, Javier Mascherano.

Mascherano fór ekki með Liverpool til Tyrklands og spilaði ekki gegn Man. City þar sem hann vill losna frá félaginu.

Barcelona og Inter vilja bæði kaupa leikmanninn og hermt er að sjálfur vilji hann fara til Barcelona.

Inter segist ekki hafa rætt við leikmanninn. Það vill gera hlutina heiðarlega og semja fyrst við félagið áður en það ræðir við leikmanninn.

"Við höfum gert Liverpool gott tilboð sem er nálægt því sem Liverpool vill fá fyrir leikmanninn," sagði Marco Branca hjá Inter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×