Kveikir fyrsti sigurinn í KR? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2010 08:00 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm KR-ingar unnu fyrsta sigurinn í Pepsi-deild karla með dramatískum hætti á Laugardalsvellinum í gær þegar liðið skoraði þrjú mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins og tryggði sér 3-2 sigur á Fram. "2-0 undir og 16 mínútur eftir. Miðað við hvernig tímabilið var búið að vera hjá okkur þá var ekki líklegt að við myndum hafa heppnina með okkur á útivelli á móti Fram sem eru mjög góðir í vörn og að pakka. Þetta leit ekki vel út en við sýndum þvílíkan karakter og þetta er frábær sigur," sagði hetja KR-inga, Björgólfur Takefusa, sem skoraði tvö mörk með sex mínútna millibili á lokakafalnum og tryggði KR 3-2 sigur á Fram. "Það kom viss kraftur með fyrsta markinu og það gaf okkur bensín. Eftir annað markið þá kom ekkert annað til greina en að klára þetta," sagði Björgólfur en þremur mínútum áður en hann jafnaði leikinn hafði Grétar Sigurðarson minnkað muninn með skalla eftir hornspyrnu. "Við áttum þetta inni því mér finnst við búnir að vera ótrúlega óheppnir í byrjun mótsins," sagði Björgólfur og nú segir hann KR-liðið sé mætt í mótið. "Þetta eru virkulega skemmtilegir sigrar og þetta getur kveikt í okkur. Við þurfum bara að nýta þennan sigur og í rauninni var mótið að byrja hjá okkur í dag. Nú verðum við að passa það að fylgja þessum leik eftir," sagði Björgólfur. Framarar voru örugglega farnir að sjá fyrir sér stöðutöfluna þegar leið og lokum leik liðsins í Laugardalnum í gær. Fram var 2-0 yfir og með ágæt tök á leiknum þegar aðeins sextán mínútur voru eftir. Liðið var því á leiðinni á toppinn í fyrsta sinn í 18 ár en á tíu mínútna kafla breyttist allt. Logi Ólafsson, þjálfari KR, tók þá mikla áhættu. Ekki með því að senda Gunnar Kristjánsson inn á völlinn heldur með því að fækka um einn í vörninni og spila bara með þrjá varnarmenn. KR-liðið var búið að jafna leikinn eftir fimm mínútur og skora síðan sigurmarkið sex mínútum síðar. "Það er fátt sem maður getur sagt eftir svona endakafla. Maður er bara drullusvekktur og pirraður," sagði Framarinn Jón Guðni Fjóluson sem átti góðan leik á miðjunni og kom Fram í 2-0 á 56. mínútu. "Við höfum verið að gera þetta sjálfir en erum ekki vanir að fá þetta á okkur. Ég veit ekki hvað gerist því mér fannst við vera komnir með tökin á leiknum eftir að við komust í 2-0," segir Jón Guðni sem setur sökina á Framliðið. "Þetta var okkar klúður og við getum sjálfum okkur um kennt. Við hefðum samt getað komist á toppinn og það er leiðinlegt að nýta það ekki," sagði Jón Guðni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
KR-ingar unnu fyrsta sigurinn í Pepsi-deild karla með dramatískum hætti á Laugardalsvellinum í gær þegar liðið skoraði þrjú mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins og tryggði sér 3-2 sigur á Fram. "2-0 undir og 16 mínútur eftir. Miðað við hvernig tímabilið var búið að vera hjá okkur þá var ekki líklegt að við myndum hafa heppnina með okkur á útivelli á móti Fram sem eru mjög góðir í vörn og að pakka. Þetta leit ekki vel út en við sýndum þvílíkan karakter og þetta er frábær sigur," sagði hetja KR-inga, Björgólfur Takefusa, sem skoraði tvö mörk með sex mínútna millibili á lokakafalnum og tryggði KR 3-2 sigur á Fram. "Það kom viss kraftur með fyrsta markinu og það gaf okkur bensín. Eftir annað markið þá kom ekkert annað til greina en að klára þetta," sagði Björgólfur en þremur mínútum áður en hann jafnaði leikinn hafði Grétar Sigurðarson minnkað muninn með skalla eftir hornspyrnu. "Við áttum þetta inni því mér finnst við búnir að vera ótrúlega óheppnir í byrjun mótsins," sagði Björgólfur og nú segir hann KR-liðið sé mætt í mótið. "Þetta eru virkulega skemmtilegir sigrar og þetta getur kveikt í okkur. Við þurfum bara að nýta þennan sigur og í rauninni var mótið að byrja hjá okkur í dag. Nú verðum við að passa það að fylgja þessum leik eftir," sagði Björgólfur. Framarar voru örugglega farnir að sjá fyrir sér stöðutöfluna þegar leið og lokum leik liðsins í Laugardalnum í gær. Fram var 2-0 yfir og með ágæt tök á leiknum þegar aðeins sextán mínútur voru eftir. Liðið var því á leiðinni á toppinn í fyrsta sinn í 18 ár en á tíu mínútna kafla breyttist allt. Logi Ólafsson, þjálfari KR, tók þá mikla áhættu. Ekki með því að senda Gunnar Kristjánsson inn á völlinn heldur með því að fækka um einn í vörninni og spila bara með þrjá varnarmenn. KR-liðið var búið að jafna leikinn eftir fimm mínútur og skora síðan sigurmarkið sex mínútum síðar. "Það er fátt sem maður getur sagt eftir svona endakafla. Maður er bara drullusvekktur og pirraður," sagði Framarinn Jón Guðni Fjóluson sem átti góðan leik á miðjunni og kom Fram í 2-0 á 56. mínútu. "Við höfum verið að gera þetta sjálfir en erum ekki vanir að fá þetta á okkur. Ég veit ekki hvað gerist því mér fannst við vera komnir með tökin á leiknum eftir að við komust í 2-0," segir Jón Guðni sem setur sökina á Framliðið. "Þetta var okkar klúður og við getum sjálfum okkur um kennt. Við hefðum samt getað komist á toppinn og það er leiðinlegt að nýta það ekki," sagði Jón Guðni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira