Lífið

Bloodgroup fer á flug á ný

Sunna Margrét gekk nýlega til liðs við hljómsveitina Bloodgroup. Við hlið hennar standa Hallur, Janus og Ragnar Láki. fréttablaðið/valli
Sunna Margrét gekk nýlega til liðs við hljómsveitina Bloodgroup. Við hlið hennar standa Hallur, Janus og Ragnar Láki. fréttablaðið/valli
Nóg er fram undan hjá hljómsveitinni Bloodgroup, sem fékk nýlega til liðs við sig söngkonuna Sunnu Margréti. Eftir Iceland Airwaves-hátíðina heldur hljómsveitin til Bandaríkjanna og svo er Evrópa handan við hornið.

„Sunna stendur sig vel og það er mjög spennandi að taka alvöru ferðalag með henni. Þetta verður eldskírn,“ segir Ragnar Láki úr hljómsveitinni Bloodgroup.

Sunna Margrét Þórisdóttir tók nýlega við af Lilju Kristínu Jónsdóttur sem söngkona Bloodgroup. Strangt prógramm er fram undan hjá hljómsveitinni, sem kemur tvisvar fram á Iceland Airwaves í vikunni, á Nasa í kvöld og aftur á föstudagskvöld. Eftir að hátíðinni lýkur stekkur Bloodgroup upp í flugvél og heldur til New York og kemur fram á CMJ-tónlistarhátíðinni.

„Við spilum á nokkrum tónleikum þar,“ segir Ragnar. „Svo strax eftir áramót tökum við Evrópu eins og hún leggur sig. Ég held að við sleppum þremur, fjórum löndum. Þetta eru eitthvað um 25-30 tónleikar á mánuði. Þetta verður klikkuð vinna.“

Ragnar viðurkennir að sérstaklega mikil pressa sé á nýju söngkonunni, enda leysir hún af systur sína og Halls, sem hefur einnig verið í hljómsveitinni frá upphafi. „Við erum mjög leiðinlegir við hana. Það er bara svipan á æfingum,“ grínast Ragnar og bætir við á alvarlegri nótum: „Sunna hefur verið fersk með okkur. Hún stendur sig alveg ljómandi vel.“

atlifannar@frettabladid.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.