Enski boltinn

Wenger kreisti fram bros í jólakveðju Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, verður seint sakaður um að brosa of mikið. Hann losar þó um bindið í jólakveðju Arsenal og býður upp á eitt bros í tilefni jólanna.

Margir leikmanna Arsenal senda frá sér kveðju í myndbandinu en þeir hefðu margir hverjir mátt taka stjórann sér til fyrirmyndar og brosa örlítið.

Annars vekur athygli í myndbandinu að framherjinn Marouane Chamakh ræður ekki við að bjóða gleðileg jól á ensku.

Myndbandið má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×