Enski boltinn

Robinho vill vera áfram hjá Santos

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Robinho í leik með Manchester City.
Robinho í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images
Brasilíumaðurinn Robinho er ekki spenntur fyrir því að snúa aftur til Manchester City og vill vera áfram hjá Santos í heimalandinu.

Robinho var keyptur til City frá Real Madrid árið 2008 fyrir metfé en var lánaður til Santos í janúar síðastliðnum. Talið er afar ólíklegt að Santos hafi efni á því að kaupa Robinho frá City en hann vill engu að síður vera áfram þar.

„Ég vil koma aftur til Brasilíu eftir HM í sumar. Ef guð lofar mun ég spila í Copa Libertadors árið 2011," sagði Robinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×