Enski boltinn

Giggs: Mikil vonbrigði fyrir Beckham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Becks og Giggs mætast hér í landsleik.
Becks og Giggs mætast hér í landsleik.

Ryan Giggs styður David Beckham í því að berjast fyrir sæti sínu í landsliðinu en landsliðsþjálfari Englands, Fabio Capello, segist ekki hafa not fyrir hann lengur.

"Þessi ákvörðun mun valda David miklum vonbrigðum því ég veit hversu mikið hann elskar að spila fyrir England," sagði Giggs.

"Ég veit ekki um neinn annan leikmann í heiminum sem gefur eins góðar fyrirgjafir og klárar leiki með aukaspyrnum eins og hann. Becks er frábær alhliða leikmaður.

"Þetta eru örugglega vonbrigði en hann mun koma til baka eins og hann hefur oft gert áður."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×