Fótbolti

Webb var úrvinda á líkama og sál

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Webb hafði í nógu að snúast.
Webb hafði í nógu að snúast.

Keith Hackett, fyrrum formaður enska dómarasambandsins, hefur ákveðið að veita Howard Webb aðstoð sína en enski dómarinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í úrslitaleik HM. Þá sérstaklega af hollenskum fjölmiðlum sem eru enn í sárum.

Hermt er að Webb hafi algjörlega verið búinn á því bæði á líkama og sál eftir leikinn og á hann að hafa sagt vinum að þetta hafi verið erfiðasti leikur sem hann hafi nokkurn tímann dæmt.

"Það er ósanngjarnt að Howard sé gagnrýndur svona mikið því í heildina átti hann frábæran leik. Því miður voru allt of margir leikmenn á vellinum sem sýndu dómaranum enga virðingu við störf sín. Þessi leikur var ekki gott dæmi um hvernig á að spila fótbolta og haga sér í leik," sagði Hackett.

"Venjulega róast menn við refsingar en gul spjöld höfðu ekkert að segja í þessum leik. Howard var samt rétti maðurinn til þess að dæma þennan leik. Ef dómari með minni reynslu og hæfileika til þess að stýra leikjum hefði dæmt leikinn hefði hann getað orðið allt öðruvísi. Það hefði allt getað orðið vitlaust miðað við undirölduna í leiknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×