Enski boltinn

Rooney spilar ekki næstu þrjár vikurnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þó svo Wayne Rooney verði áfram í herbúðum Man. Utd næstu árin mun hann ekki spila fyrir félagið næstu vikurnar.

Hann er nefnilega meiddur á ökkla eins og Ferguson sagði og mun ekki geta spilað næstu þrjár vikurnar vegna þeirra meiðsla.

Þessi sami ökkli hefur verið að plaga hann frá því hann meiddist á honum í eftirminnilegum Meistaradeildarleik gegn FC Bayern.

Eflaust er það ágætt fyrir Rooney enda þurfa stuðningsmenn félagsins margir hverjir tíma til þess að fyrirgefa honum upphlaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×