Litlir fjárfestar geta illa leitað réttar síns 25. febrúar 2010 05:30 Á fundi Samtaka fjárfesta. Vilhjálmur Bjarnason fjárfestir situr hér við hlið Þórarins V. Þórarinssonar lögmanns, en sá síðarnefndi flutti eitt þriggja erinda á morgunverðarfundi Samtaka fjárfesta í gær. Fréttablaðið/GVA „Eftir að stjórn hlutafélags hefur verið skipuð á hinn einstaki hluthafi nánast enga möguleika á að hreyfa við einu eða neinu,“ segir Guðni Á. Haraldsson lögmaður og telur dæmi um að blokkir stærri eigenda fyrirtækja hafi farið offari í nokkrum tilvikum. „Þannig komu til dæmis upp svona blokkir og eyðilögðu stór félög á borð við Eimskipafélag Íslands og Icelandair.“ Guðni flutti erindi sem Samtök fjárfesta boðuðu til í gær til að ræða dómsmál sem gengið hafa að undanförnu. Hann sótti skaðabótamál Vilhjálms Bjarnasonar fjárfestis á hendur Glitni vegna kaupa bankans á hlutabréfum Bjarna Ármannssonar, fyrrum forstjóra. Málið tapaðist í Hæstarétti. Einnig flutti erindi Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður sem sótti annað mál sem Vilhjálmur höfðaði á hendur Straumi-Burðarási, vegna sölu hlutabréfa á undirverði. Það tapaðist einnig. Guðni og Þórarinn voru sammála um að skerpa þyrfti á ákvæðum hlutafélagalaga sem snúa að réttindum smærri hluthafa, en einstakir hluthafar geti á afar takmarkaðan hátt sótt rétt sinn fyrir dómi telji þeir brotið á sér af stjórn hlutafélags. Hlutafélögin geta hins vegar sjálf sótt mál. Benti Þórarinn á að í lögum um hlutafélög væri farvegur fyrir minnihluta hlutafjáreigenda til að sækja mál fyrir hönd félagsins. Til þarf handhafa 10 prósenta hlutafjár hið minnsta og sækja þeir málið á eigin kostnað og ábyrgð. Báðir töldu lögmennirnir koma til greina að breyta hlutafélagalögum í þá veru að lægra hlutfall hlutafjáreigenda þurfi til að höfða mál. Á fundinum fjallaði Grímur Sigurðsson lögmaður jafnframt um málarekstur vegna viðskipta með stofnbréf og hlutabréf í Spron. Hann segir að í þeim málum endurspeglist þörfin til að skýra til muna ákvæði hlutafjárlaga um hvenær ákvæði innherja taki gildi. Um það hafi stjórn Spron í raun haft sjálfdæmi eftir yfirlýsingu um að breyta ætti sparisjóðnum í hlutafélag. Auðveldara væri að rekja viðskipti með stofnfjárhluti ef það tímabil hefði hafist strax í stað þess að beðið væri staðfestingar fundar stofnfjáreigenda. Aukinheldur furðaði Grímur sig á hversu treglega gengi að fá skilanefnd Spron til að afhenda gögn sem hann þó hefði talið að nefndin þyrfti til að sinna hlutverki sínu. Skilanefndin þyrfti á sömu gögnum að halda og hann hafi farið fram á til að eiga möguleika á að kanna hvort hægt sé að rifta fyrri fjármálagjörningum. olikr@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Eftir að stjórn hlutafélags hefur verið skipuð á hinn einstaki hluthafi nánast enga möguleika á að hreyfa við einu eða neinu,“ segir Guðni Á. Haraldsson lögmaður og telur dæmi um að blokkir stærri eigenda fyrirtækja hafi farið offari í nokkrum tilvikum. „Þannig komu til dæmis upp svona blokkir og eyðilögðu stór félög á borð við Eimskipafélag Íslands og Icelandair.“ Guðni flutti erindi sem Samtök fjárfesta boðuðu til í gær til að ræða dómsmál sem gengið hafa að undanförnu. Hann sótti skaðabótamál Vilhjálms Bjarnasonar fjárfestis á hendur Glitni vegna kaupa bankans á hlutabréfum Bjarna Ármannssonar, fyrrum forstjóra. Málið tapaðist í Hæstarétti. Einnig flutti erindi Þórarinn V. Þórarinsson lögmaður sem sótti annað mál sem Vilhjálmur höfðaði á hendur Straumi-Burðarási, vegna sölu hlutabréfa á undirverði. Það tapaðist einnig. Guðni og Þórarinn voru sammála um að skerpa þyrfti á ákvæðum hlutafélagalaga sem snúa að réttindum smærri hluthafa, en einstakir hluthafar geti á afar takmarkaðan hátt sótt rétt sinn fyrir dómi telji þeir brotið á sér af stjórn hlutafélags. Hlutafélögin geta hins vegar sjálf sótt mál. Benti Þórarinn á að í lögum um hlutafélög væri farvegur fyrir minnihluta hlutafjáreigenda til að sækja mál fyrir hönd félagsins. Til þarf handhafa 10 prósenta hlutafjár hið minnsta og sækja þeir málið á eigin kostnað og ábyrgð. Báðir töldu lögmennirnir koma til greina að breyta hlutafélagalögum í þá veru að lægra hlutfall hlutafjáreigenda þurfi til að höfða mál. Á fundinum fjallaði Grímur Sigurðsson lögmaður jafnframt um málarekstur vegna viðskipta með stofnbréf og hlutabréf í Spron. Hann segir að í þeim málum endurspeglist þörfin til að skýra til muna ákvæði hlutafjárlaga um hvenær ákvæði innherja taki gildi. Um það hafi stjórn Spron í raun haft sjálfdæmi eftir yfirlýsingu um að breyta ætti sparisjóðnum í hlutafélag. Auðveldara væri að rekja viðskipti með stofnfjárhluti ef það tímabil hefði hafist strax í stað þess að beðið væri staðfestingar fundar stofnfjáreigenda. Aukinheldur furðaði Grímur sig á hversu treglega gengi að fá skilanefnd Spron til að afhenda gögn sem hann þó hefði talið að nefndin þyrfti til að sinna hlutverki sínu. Skilanefndin þyrfti á sömu gögnum að halda og hann hafi farið fram á til að eiga möguleika á að kanna hvort hægt sé að rifta fyrri fjármálagjörningum. olikr@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira