Fylkismenn hafa tilkynnt um ráðningu á Ólafi Stígssyni sem aðstoðarþjálfara liðsins.
Ólafur tekur við hlutverki Páls Einarssonar sem tók við sem aðalþjálfari Þróttar eftir síðasta tímabil.
Ólafur lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hann er leikjahæsti leikmaður Fylkis frá upphafi. Hann var valinn leikmaður ársins hjá félaginu síðasta sumar.
Ólafur Þórðarson er þjálfari Fylkis eins og flestir vita.