Enski boltinn

John W Henry: Engin stórkaup hjá Liverpool fyrr en í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John W Henry, eigandi Liverpool og kærastan hans Linda Pizzuti.
John W Henry, eigandi Liverpool og kærastan hans Linda Pizzuti. Mynd/AP
John W Henry, eigandi Liverpool, hefur varað stuðningsmenn félagsins við því að það verða engar skyndilausnir gerðar í leikmannamálum Liverpool í janúar. Stuðningsmenn Liverpool verði því líklega að bíða þangað til í sumar til að sjá New England Sports Ventures gera einhverjar stórtækar breytingar á leikmannahópnum.

„Félagið hefur farið í gegnum mjög erfiða tíma og þeir tímar eru ekki enn á enda. Við sáum það í leiknum á móti Chelsea hvað þetta lið getur gert. Við vitum jafnframt að samkeppnin er mjög hörð í ensku úrvalsdeildinni á þessumtímabili. Það er enginn leikur öruggur," sagði John W Henry.

„Félagið getur gert betur en það er rangt að kenna stjóranum eða einstökum leikmönnum um hvernig hefur farið. Liðið verður að spila eins vel og það getur í hverjum leik því annars vinnast ekki leikirnir," segir Henry.

„Það bíður okkar mikil vinna og við ætlum að fjárfesta í leikmönnum til þess að gera liðið betra. Fullt af fólki sem ég hef talað við efast um að við getum gert það strax í janúar. Flestir eru á því að við þurfum að bíða þar til í sumar til þess að geta fyrst byrjað að bæta leikmannahópinn fyrir alvöru," sagði Henry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×